Gekk berserksgang

Grænlendingurinn braut sex framrúður bíla áður en hann var handtekinn.
Grænlendingurinn braut sex framrúður bíla áður en hann var handtekinn. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af karlmanni sem gekk berserksgang við Háteigsveg í Reykjavík undir morgun. Maðurinn sem var ofurölvi hafði brotið framrúður í sex bílum áður en hann var handtekinn. Og hugsanlegt er að hann hafi valdið meiri skemmdum.  Hann sefur úr sér í fangaklefa og fékk lögregla ekki uppgefið hvað honum gekk till.

Tvö innbrot voru framin í nótt. Annars vegar var fyrir inn í fyrirtæki við Brautarholt á öðrum tímanum í nótt. Ekki liggur fyrir hverju var stolið. Þá var farið inn á hótelherbergi á hótel Plaza í Aðalstræti. Þar var m.a. stolið fartölvu. Þjófarnir náðust ekki.

Nóg var að gera hjá lögreglu enda fáliðuð sem fyrr. Þó tókst að stöðva tvö ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þeirra mál fara sína leið í kerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert