Kreditkortin minna notuð

Kred­it­korta­velta heim­ila dróst sam­an um 11,9% í janú­ar–júní í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Í Hag­vís­um Hag­stof­unn­ar kem­ur fram að de­bet­korta­velta jókst á sama tíma um 2,3%. Sam­tals dróst inn­lend greiðslu­korta­velta heim­ila í janú­ar–júní 2009 sam­an um 5,2%.

Greiðslu­korta­velta Íslend­inga er­lend­is dróst sam­an um 25,6% en er­lend greiðslu­korta­velta hér­lend­is jókst um 77,5% í janú­ar–júní 2009 miðað við sömu mánuði 2008.

Töl­ur um greiðslu­korta­veltu er­lendra aðila hér­lend­is janú­ar 2008–júní 2009 hafa verið end­ur­skoðaðar og hef­ur það leitt til frek­ari hækk­un­ar á þess­um lið á um­ræddu tíma­bili.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 18,2% (miðað við meðaltal vísi­töl­unn­ar í janú­ar–júní), það hef­ur í för með sér 19,8% raun­lækk­un á inn­lendri greiðslu­korta­veltu.

Ný­skrán­ing­ar bíla í janú­ar–júlí voru 2.132 sem er 79,7% fækk­un frá janú­ar–júlí í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði, til loka júlí, voru ný­skrán­ing­ar bíla 3.951 en það er 79,8% fækk­un frá fyrra tólf mánaða tíma­bili.

Launa­breyt­ing­ar
Launa­vísi­tala í júní hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hef­ur vísi­tal­an hækkað um 3,0%. Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði á sama tíma um 11,3%. Kaup­mátt­ur launa mæld­ist því 7,4% minni í júní 2009 en á sama tíma árið áður. Meðal­kaup­mátt­ur fyrstu sex mánaða þessa árs er 8,1% minni en á sama tíma­bili á síðasta ári.

Vef­ur Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert