Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu, er formaður þriggja manna nefndar sem falið hefur verið að endurskoða löggjöf er lýtur að úrræðum fyrir heimili og einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Aðrir í nefndinni eru Benedikt Stefánsson, sem tók við sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra í fyrradag, og Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Kristrún var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra.