Metaðsókn í Borgarleikhúsið

Frá leikæfingu í Borgarleikhúsinu í vetur.
Frá leikæfingu í Borgarleikhúsinu í vetur. mbl.is/Golli

Metaðsókn var í Borgarleikhúsið á síðasta leikári, sem lauk 31. júlí. Sala áskriftakorta ellefufaldaðist á milli ára og leikárinu lauk með örlitlum rekstrarafgangi þrátt fyrir 50 milljóna kr. lækkun á framlagi Reykjavíkurborgar árið 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu.

Alls komu 207.576 gestir í Borgarleikhúsið á leikárinu 2008-2009 sem er mesti gestafjöldi í Borgaleikhúsið frá upphafi. 

Gestafjöldi Borgarleikhússins er nálægt 10% meiri en aðsóknarmesta árið hingað til en það var leikárið 2007-2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert