Fullorðinn maður skvetti málningu á hús Hreiðars Más

Heimili Hreiðars Más Sigurðssonar.
Heimili Hreiðars Más Sigurðssonar. Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á fimmta tímanum í nótt tilkynnt um skemmdarverk á húsi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Sást til fullorðins manns, um fertugt, í brúnum frakka. Maðurinn er nær sköllóttur og ekur um á Opel Corsa. Hann skvetti rauðri málningu á hús og grindverk Hreiðars.

Málinu svipar til annarra sem hafa átt sér stað að undanförnu. Í öllum tilvikum hefur málningu verið skvett á hús „útrásarvíkinga". Ekki var vitað hver stóð að baki en nú þykir ljóst að það er fullorðinn einstaklingur.

Þeir sem urðu varir við manninn við Hlyngerði í nótt eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Málningu var skvett á hús og girðingu Hreiðars Más.
Málningu var skvett á hús og girðingu Hreiðars Más. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert