Fullorðinn maður skvetti málningu á hús Hreiðars Más

Heimili Hreiðars Más Sigurðssonar.
Heimili Hreiðars Más Sigurðssonar. Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var á fimmta tím­an­um í nótt til­kynnt um skemmd­ar­verk á húsi Hreiðars Más Sig­urðsson­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings. Sást til full­orðins manns, um fer­tugt, í brún­um frakka. Maður­inn er nær sköll­ótt­ur og ekur um á Opel Corsa. Hann skvetti rauðri máln­ingu á hús og grind­verk Hreiðars.

Mál­inu svip­ar til annarra sem hafa átt sér stað að und­an­förnu. Í öll­um til­vik­um hef­ur máln­ingu verið skvett á hús „út­rás­ar­vík­inga". Ekki var vitað hver stóð að baki en nú þykir ljóst að það er full­orðinn ein­stak­ling­ur.

Þeir sem urðu var­ir við mann­inn við Hlyn­gerði í nótt eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu.

Málningu var skvett á hús og girðingu Hreiðars Más.
Máln­ingu var skvett á hús og girðingu Hreiðars Más. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka