Svigrúm til að setja skilyrði

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ist treysta fjár­laga­nefnd Alþing­is til að finna far­sæla lausn á Ices­a­ve mál­inu inn­an þess svig­rúms sem sé fyr­ir hendi.

Alþingi hafi svig­rúm til að setja skil­yrði sem snúi að rík­is­ábyrgðinni þótt það geti ekki ein­hliða breytt samn­ingi. Í samn­ingn­um sé end­ur­skoðun­ar­á­kvæði sem hægt sé að tengja við ein­hver viðmið. Þá geti Alþingi af­markað ábyrgðina með ein­hverj­um hætti. Hann treysti Fjár­laga­nefnd til að vega það og meta. 

Hann seg­ir að slík­ir skil­mál­ar geti eng­an veg­inn túlkast sem áfell­is­dóm­ur yfir Ices­a­ve-samn­inga­nefnd­inni þótt þingið geri það.  Hún hafi unnið gott starf. Hann úti­lok­ar ekki að ræða þurfi við Breta og Hol­lend­inga sér­stak­lega vegna þeirra skil­yrða sem Alþingi kunni að setja.

Stein­grím­ur seg­ir enga inni­stæðu fyr­ir sjón­ar­miði Ragn­ars H. Hall hæsta­rétt­ar­lög­mann sem  telji að Trygg­inga­sjóður inn­stæðueig­enda eigi að eiga for­gangs­kröfu í þrota­búið og mis­tök hafi verið gerð í samn­ingn­um. Eng­in slík skil­yrði verði því sett. Hann seg­ir að umræðan hafi þró­ast á já­kvæðan hátt, menn séu hætt­ir að yppta öxl­um og segja að málið komið þeim ekki við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka