Svínaflensa staðfest hjá 63 einstaklingum

Svínaflensan breiðist nú hratt út á Íslandi sem og annars …
Svínaflensan breiðist nú hratt út á Íslandi sem og annars staðar Reuters

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sótt­varn­ar­lækni hef­ur staðfest­um til­fell­um nýrr­ar in­flú­ensu A(H1N1) fjölgað um níu á síðustu tveim­ur sól­ar­hring­um. Staðfest er að 63 ein­stak­ling­ar á Íslandi eru nú með svínaflens­una svo­nefndu. Ekki er vitað um nein al­var­leg veik­indi af völd­um nýju in­flú­ens­unn­ar hér á landi.

Þau til­vik sem ný­verið komu upp eru meðal fólks á aldr­in­um 5-27 ára, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni. Upp­runi sýk­ing­ar­inn­ar er er­lend­ur í þrem­ur til­fell­um en inn­lend­ur í sex.

Upp­lýs­ing­ar um in­flú­ens­una er að finna á vefsvæði sótt­varn­ar­lækn­is, og ef frek­ar upp­lýs­inga er óskað er bent á símaþjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar á dag­vinnu­tíma og Lækna­vakt­ina í síma 1770 eft­ir klukk­an 16:00 og um helg­ar.

Einnig er hægt að fá al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um in­flú­ens­una í síma­núm­er 1717 sem er hjálp­arsími Rauða kross­ins.

Vefsvæði in­flú­ens­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert