Svínaflensa staðfest hjá 63 einstaklingum

Svínaflensan breiðist nú hratt út á Íslandi sem og annars …
Svínaflensan breiðist nú hratt út á Íslandi sem og annars staðar Reuters

Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hefur staðfestum tilfellum nýrrar inflúensu A(H1N1) fjölgað um níu á síðustu tveimur sólarhringum. Staðfest er að 63 einstaklingar á Íslandi eru nú með svínaflensuna svonefndu. Ekki er vitað um nein alvarleg veikindi af völdum nýju inflúensunnar hér á landi.

Þau tilvik sem nýverið komu upp eru meðal fólks á aldrinum 5-27 ára, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Uppruni sýkingarinnar er erlendur í þremur tilfellum en innlendur í sex.

Upplýsingar um inflúensuna er að finna á vefsvæði sóttvarnarlæknis, og ef frekar upplýsinga er óskað er bent á símaþjónustu heilsugæslunnar á dagvinnutíma og Læknavaktina í síma 1770 eftir klukkan 16:00 og um helgar.

Einnig er hægt að fá almennar upplýsingar um inflúensuna í símanúmer 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins.

Vefsvæði inflúensunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert