Þúsundir vilja greiðsluaðlögun

00:00
00:00

Þúsund­ir Íslend­inga hafa sótt um eða ætla að láta reyna á hvort þeir eiga rétt á greiðsluaðlög­un

Í grein­ar­gerð með frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar var hins­veg­ar gert ráð fyr­ir að eitt til tvöhundruð Íslend­ing­ar ættu rétt á slíkri fyr­ir­greiðslu.

Fólki sem sæk­ir um heim­ild til að leita eft­ir greiðsluaðlög­un  eru skipaðir til­sjón­ar­menn úr hópi lög­manna sem mæla með þessu úrræði eða ekki eft­ir að hafa skoðað málið og kannað greiðslu­getu fólks. Til­sjón­ar­menn fá greidd­ar 200.000 krón­ur frá rík­inu fyr­ir hvert mál óháð um­fangi. Ólaf­ur Björns­son lögmaður á Sel­fossi seg­ir mál­in erfið og fólk komi niður­brotið á fund lög­manns­ins og ef í ljós komi að það eigi ekki rétt á þessu úrræði eigi það oft erfitt með að meðtaka það.

Margt er enn óvíst um fram­kvæmd lag­anna og mörg próf­mál  hafa risið og eiga eft­ir að rísa fyr­ir dóm­stól­um. Ólaf­ur seg­ir til­sjón­ar­mönn­um falið mikið vald í kerf­inu og  eins geri lög­in mikl­ar kröf­ur til skjól­stæðinga oft óraun­hæf­ar. Þá sé margt óljóst til til að mynda sé ekki ljóst hvort úr­sk­urður um heim­ild til að leita greiðsluaðlög­un­ar nægi til að stöðva fjár­nám, aðför eða út­b­urð eða hvort samþykki dóm­ara þarf að liggja fyr­ir.  Ef svo sé þá sé líka kom­in á greiðslu­stöðvun þar sem öll­um banka­reikn­ing­um viðkom­andi sé til að mynda lokað. Þetta þurfi því að liggja fyr­ir.

Mál­in er mörg og afar mis­mun­andi. Eitt mál er fyr­ir dóm­stól­um þar sem mælt er með al­gerri eft­ir­gjöf skulda. Ólaf­ur Björns­son seg­ir að sé þá vænt­an­lega rök­stutt með þeim hætti að ekk­ert sé til skipt­anna um­fram brýn­ustu nauðsynj­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert