Vatnavextir af völdum lægðar

Hólmsá. Úr myndasafni.
Hólmsá. Úr myndasafni. mbl.is/Einar Falur

Vatnamælar Veðurstofu Íslands sýna mikinn vöxt í ám í kringum Mýrdalsjökul, meðal annars í Hólmsá við Hrífunes. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að ferðafólk á Torfajökulssvæðinu hafi haft samband við spádeild Veðurstofunnar og lýst áhyggjum sínum af vatnavöxtum á svæðinu.

Skv. upplýsingum frá Landsbjörgu hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast við að aðstoða ferðamenn sem eru þarna á ferð. Sem dæmi má nefna aðstoðuðu björgunarsveitarmenn erlenda ferðamenn, hjón með tvö börn, sem sátu fastir í bifreið í Hólmsá um hádegisbil. Allt gekk áfallalaust fyrir sig og engum varð meint af að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 

Spáð er áframhaldandi vætutíð fram á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka