Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam útflutningur í júlí 41,3 milljörðum króna og innflutningur 34,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6,4 milljarða króna.
Hagstofan segir að vísbendingar séu um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða, meira verðmæti útfluttra iðnaðarvara og meira verðmæti innflutts eldneytis í júlí 2009 miðað við júní 2009.
Frá janúar til og með júlí nam útflutningur 253,1 milljarði króna en innflutningur 213,7 milljörðum. Vöruskiptin voru því hagstæð um 39,37 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins, samkvæmt tölum Hagstofunnar.