72 greindir með svínaflensu

Aldursdreifing þeirra sem hafa smitast af svínaflensu á Íslandi.
Aldursdreifing þeirra sem hafa smitast af svínaflensu á Íslandi. Af vef landlæknisembættisins

Alls hafa greinst 72 tilfelli með staðfesta sýkinga af völdum inflúensu A(H1N1)v veiru á Íslandi frá því í maí 2009. Þar af eru 37 karlar og 35 konur. Ekki er vitað um alvarleg veikindi af völdum inflúensu A(H1N1)v veirunnar hérlendis. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á aldrinum 15-19 ára. Enginn fjögurra ára eða yngri hefur greinst með svínaflensusmit.

46 þeirra sem hafa greinst eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, 7 á Suðurnesjum, fimm á Vesturlandi, 3 á Norðurlandi og tveir á Austurlandi. Enginn Vestfirðingur né íbúi í Vestmannaeyjum hefur smitast af svínaflensunni. Af þeim 72 sem hafa greinst smitaðir hér á landi eru níu búsettir erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert