ASÍ leiðréttir grænmetiskönnun

Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér leiðréttingu vegna verðkönnunar á grænmeti sem birt var í dag. Þar kemur fram að ranglega var sagt að Hagkaup væri oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 28 tilvikum af 55. Hið rétta er að Nóatún var oftast með hæsta verðið eða í 27 skipti. Þá var kílóverð á gulrótum í Nóatúni sagt tvöfalt hærra en það er í raun.

Tilkynning verðlagseftirlits ASÍ

„Í fréttatilkynningu sem var send á fjölmiðla í dag frá verðlagseftirliti ASÍ var ranglega sagt að Hagkaup væri oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 28 tilvikum af 55, en rétt er að Nóatún var oftast með hæsta verðið eða í 27 skipti.
Einnig kom fram að verð á íslenskum gulrótum í Nóatúni væri 1.340 kr. /  Kg en rétt  verð er 670 kr. / kg.

Við hörmum þessi leiðu mistök
 
Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna.  Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð.  Nánar má lesa um verklagsreglur verðlagseftirlitsins á vef ASÍ.“

Vefur ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert