Borgin vinnur að áætlun vegna svínaflensunnar

SERGIO MORAES

Reykjavíkurborg vinnur að gerð samræmdrar viðbúnaðaráætlunar vegna svínaflensunnar og er reiknað með að hún verði tilbúin á næstu dögum. Öll svið borgarinnar leggja sitt til áætlunarinnar. Nefna má velferðarsvið en starfsfólk þess fer í ríkum mæli heim til fólks til að veita þjónustu. Þá taka grunnskólar og leikskólar þátt í þessari vinnu og lúta sömu stýringu og aðrar stofnanir borgarinnar.

Starfsmenn sóttvarnalæknis hafa að undanförnu fundað með fjölmörgum, m.a. ýmsum lykilstofnunum og fyrirtækjum, og svarað spurningum um flensuna og viðbrögð við henni. Heildarfjöldi staðfestra tilfella af H1N1-flensu hér er nú 63. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka