Búast við mikilli fjölgun beiðna

Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar

Mikið er hringt til Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar til að spyrja um aðstoð. Aðstoðin hefst aft­ur á miðviku­dag í næstu viku eft­ir tveggja vikna sum­ar­leyfi.

„Við bú­umst við gríðarlegri aukn­ingu,“ sagði Jón­as Þórir Þóris­son, fram­kvæmda­stjóri Hjálp­ar­starfs­ins. Hann taldi víst að þörf­in fyr­ir aðstoð væri mjög mik­il og markaði það m.a. af því hve mikið er hringt. Jón­as sagði að um 200 manns hefðu komið í hverri viku að leita aðstoðar.

Mæðra­styrksnefnd og Fjöl­skyldu­hjálp­in opna einnig aft­ur 12. ág­úst líkt og Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar. Af­greiðslur Mæðra­styrksnefnd­ar og Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar hafa verið lokaðar vegna sum­ar­leyfa frá því um 25. júní sl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert