Búast við mikilli fjölgun beiðna

Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar

Mikið er hringt til Hjálparstarfs kirkjunnar til að spyrja um aðstoð. Aðstoðin hefst aftur á miðvikudag í næstu viku eftir tveggja vikna sumarleyfi.

„Við búumst við gríðarlegri aukningu,“ sagði Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Hann taldi víst að þörfin fyrir aðstoð væri mjög mikil og markaði það m.a. af því hve mikið er hringt. Jónas sagði að um 200 manns hefðu komið í hverri viku að leita aðstoðar.

Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin opna einnig aftur 12. ágúst líkt og Hjálparstarf kirkjunnar. Afgreiðslur Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar hafa verið lokaðar vegna sumarleyfa frá því um 25. júní sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka