Fjallað um Kaupþingsmálið í FT

Mynd af greininni á vef FT.
Mynd af greininni á vef FT.

Fjallað er um þá reiði sem að til­raun­ir til að stöðva um­fjöll­un um yf­ir­lit Kaupþings um helstu lán­veit­end­ur sína hef­ur vakið á Íslandi í stór­blaðinu Fin­ancial Times. Grein­ar­höf­und­ur seg­ir lán til Lýðs og Ágústs Guðmunds­son­ar, eða Bakka­var­ar­bræðra, standa upp úr.

Rætt er við Krist­inn Hrafns­son blaðamann sem lýs­ir yfir þeirri skoðun sinni að málið hafi rennt stoðum und­ir grun­semd­ir um að ekki hafi allt verið með felldu í banka­kerf­inu.

Einnig er rætt við Vil­hjálm Bjarna­son aðjúnkt sem seg­ir málið varpa ljósi á ábyrgð Íslend­inga á hrun­inu.

„Við þurft­um ekki vog­un­ar­sjóði til að kerfið félli. Inn­herj­ar ollu að minnsta kosti jafn mikl­um skaða,“ seg­ir hann í viðtali við blaðið.

Nálg­ast má grein­ina hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert