Fjallað er um þá reiði sem að tilraunir til að stöðva umfjöllun um yfirlit Kaupþings um helstu lánveitendur sína hefur vakið á Íslandi í stórblaðinu Financial Times. Greinarhöfundur segir lán til Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, eða Bakkavararbræðra, standa upp úr.
Rætt er við Kristinn Hrafnsson blaðamann sem lýsir yfir þeirri skoðun sinni að málið hafi rennt stoðum undir grunsemdir um að ekki hafi allt verið með felldu í bankakerfinu.
Einnig er rætt við Vilhjálm Bjarnason aðjúnkt sem segir málið varpa ljósi á ábyrgð Íslendinga á hruninu.
„Við þurftum ekki vogunarsjóði til að kerfið félli. Innherjar ollu að minnsta kosti jafn miklum skaða,“ segir hann í viðtali við blaðið.
Nálgast má greinina hér.