Fjárfestingarsamningur undirritaður

Framkvæmdir við álverið í Helguvík.
Framkvæmdir við álverið í Helguvík. mbl.is/RAX

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, undirrituðu í dag fjárfestingarsamning vegna álvers Norðuráls í Helguvík. Meginmarkmið með samningnum er að tryggja ákveðinn stöðugleika í laga- og rekstrarumhverfi álversins sem er forsenda þess að ljúka megi fjármögnun verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Samningurinn er sambærilegur þeim samningum sem gilda fyrir álverin á Grundartanga og á Reyðarfirði.
 
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Alþingi hafi í vor sett lög sem hafi heimilað iðnaðarráðherra að gera fjárfestingarsamning við Norðurál en eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafi þurft að staðfesta lögmæti samningsins.

Stofnunin úrskurðaði 23. júlí sl. að fjárfestingarsamningurinn stæðist EES reglur.  Meðal annars skoðaði stofnunin orkusölusamninga Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur og HS orku og tekur sértaklega fram að arðsemi orkusamninga sé eðlileg og ekki um neinar niðurgreiðslur á orkuverði að ræða.
 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka