Harmar persónulegar deilur

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta …
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir. Ómar Óskarsson

 Fé­lags­fundi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar lauk skömmu eft­ir miðnætti. Í fram­hald­inu sendi fund­ur­inn frá sér svohljóðandi álykt­un: 

„Fé­lags­fund­ur Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, hald­inn í Reykja­vík 6. ág­úst 2009, harm­ar þann skaða sem per­sónu­leg­ar deil­ur meðal stjórn­ar­manna og þing­hóps hafa valdið hreyf­ing­unni.

Þess er kraf­ist að þing­menn og stjórn­ar­menn geri út um þess­ar deil­ur þannig að ekki hljót­ist af frek­ari skaði og ein­beiti sér að því að hrinda stefnu­mál­um Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í fram­kvæmd. Til þess voru þeir kjörn­ir: Þing­menn eru ein­ung­is fram­leng­ing hreyf­ing­ar­inn­ar og þeim ber að starfa sem slík­ir.

Fund­ur­inn lýs­ir yfir von­brigðum með að þing­menn hafi ekki séð sér fært að mæta á fé­lags­fund­inn. Fund­ur­inn vill að auki koma fram eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu: Borg­ara­hreyf­ing­in lýs­ir vanþókn­un sinni á fram­göngu rík­is­stjórn­ar Íslands gagn­vart skuld­sett­um heim­il­um í land­inu. Rík­is­stjórn­in hef­ur gengið á bak orða sinna um að slá skjald­borg um heim­il­in, til að þókn­ast Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert