Til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælenda við lögreglustöðina við Hlemm, en um 30 manna hópur hefur safnast þar saman. Einhverjir hafa verið handteknir. Fólkið hefur slegið í dósir og verið með hávaða. Þá hefur það reynt að komast inn í portið sem liggur við Snorrabraut.
Þegar hæst stóð í kvöld varð lögregla að beita kylfum til að varna fólkinu inngöngu við hliðið inn á bílastæði lögreglunnar. Voru þá amk. tveir mótmælendur teknir höndum.
Í dag voru fimm mótmælendur, sem tengjast samtökunum Saving Iceland, handteknir við iðnaðarráðuneytið. Þar var grænu skyri skvett á ráðuneytið og bíl ráðherrans og ráðist á lögreglumenn.
Fólkið hefur verið í skýrslutöku í kvöld.