Reyna að ljúka málinu um helgina

Nefndarmenn í fjárlaganefnd reyna nú að ná breiðri samstöðu um afgreiðslu Icesave málsins og fyrirvara við ríkisábyrgðina. ,,Við reynum að klára þessa vinnu um helgina,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar.

 „Það er verið að vinna á fullu og fulltrúar úr öllum flokkum eru að skoða hvað er mögulegt og hvað ekki og hvernig við getum komið þessu áfram,“ segir hann.  Hann segir mikla áherslu lagða á ná breiðri samstöðu um afgreiðslu málsins úr fjárlaganefnd því æskilegast sé að  öll nefndin geti standi á bak við nefndarálitið. Gríðarlega mikilvægt sé að fá stuðning allra við málið „þannig að Hollendingar og Bretar finni að það er einhuga þing á bakvið það,“ segir hann.

Ljóst er að frumvarpið um ríkisábyrgðina kemur þó ekki á dagskrá
þingfundar á mánudag. „Ef vel gengur gætum við komið málinu inn
í þingið á þriðjudag og í umræðu í vikunni,“ segir Guðbjartur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert