Vilja friðlýsa Gjástykki

Frá borunum í Gjástykki
Frá borunum í Gjástykki mbl.is

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norður­landi, SUNN, vilja að Gjástykki í Þing­eyj­ar­sýslu verði verndað fyr­ir hvers kon­ar raski. SUNN lýsa and­stöðu við rann­sókn­ar­bor­an­ir í Gjástykki sem nú eru í mats­ferli vegna um­hverf­isáhrifa og hvetja um­hverf­is­ráðherra til að hefja und­ir­bún­ing að friðlýs­ingu Gjástykk­is.

SUNN segja að Gjástykki, ásamt svæðinu í kring­um Leir­hnjúk vest­an Kröflu, sé senni­lega það svæði í heim­in­um á þurru landi sem best sýn­ir hvernig land­reks­flek­arn­ir fær­ast í sund­ur. Land­reks­kenn­ing­in hafi sann­ast þar fyr­ir aug­um okk­ar á 8. og 9. ára­tug síðustu ald­ar. Á þess­um slóðum séu aðstæður til fræðslu og nátt­úru­upp­lif­un­ar sem hvergi gef­ist ann­ars staðar og í því fel­ist mik­il tæki­færi, bæði and­leg og efna­leg.

SUNN telja að þegar mál­efni Gjástykk­is eru skoðuð í víðu sam­hengi sé ljóst að verðmæti svæðis­ins sé afar mikið og í þeirri orku sem þar kunni að vera tækni­lega nýt­an­leg fel­ist minnst­ur hluti þeirra verðmæta.

Auðlegð svæðis­ins sé fólg­in í ímynd þess fyr­ir Ísland, fræðslu­gildi þess fyr­ir Ísland og um­heim­inn og því að þar séu óhemju­mikl­ir mögu­leik­ar fyr­ir úti­vist og ferðaþjón­ustu, t.d. í göngu­ferðum milli Jök­uls­ár­gljúfra í Vatna­jök­ulsþjóðgarði og Mý­vatns. Allt rask, þar með tald­ar rann­sókn­ar­bor­an­ir, ógni þessu gildi og rýri ímynd og gæði. Stjórn­völd, þar á meðal sveit­ar­fé­lög í héraðinu, ættu því að mati SUNN, að berj­ast fyr­ir upp­bygg­ingu eld­fjalla­fræðagarðs í Gjástykki og við Leir­hnjúk.

SUNN lýsa af þess­um ástæðum and­stöðu við rann­sókn­ar­bor­an­ir í Gjástykki sem nú eru í mats­ferli vegna um­hverf­isáhrifa. Sam­tök­in segja að það hafi verið mik­il­væg­ur áfangi á sín­um tíma að hafa fengið í gegn að ekki mætti bora í Gjástykki í rann­sókn­ar­skyni nema að und­an­gengnu mati á um­hverf­isáhrif­um. Þess hátt­ar bor­an­ir kosti hins veg­ar sitt og ljóst að virkj­un­araðili fari ekki út í þær nema að ætla sér að virkja.

„Við sem vilj­um vernda Gjástykki vilj­um ekk­ert rask þar og telj­um að kostnaður við rann­sókn­ar­bor­an­ir sé óá­sætt­an­leg­ur ef þar verður svo aldrei virkjað. Slík­ur kostnaður er svo sem aldrei ásætt­an­leg­ur — en núna er ís­lenska ríkið stór­skuldugt og Lands­virkj­un líka. Af sömu ástæðum lýsa SUNN yfir and­stöðu við hvers kon­ar breyt­ing­ar á skipu­lagi, svo sem aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­laga eða skipu­lagi miðhá­lend­is­ins, sem heim­ila orku­vinnslu í Gjástykki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu SUNN.

Sam­tök­in segja friðlýs­ingu Gjástykk­is for­send­ur þess að gæði svæðis­ins verði ekki skert. SUNN, beina því til ráðherra um­hverf­is­mála að hefjast þegar handa við und­ir­bún­ing friðlýs­ing­ar svo tryggja megi eft­ir föng­um að svæðið verði lyfti­stöng fyr­ir Ísland í sam­ræmi við þær ein­stöku aðstæður sem þar eru fyr­ir hendi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert