Vill ekki stríð við aðrar þjóðir

Íslensk stjórnvöld eru ekki sátt við að Norðurlöndin vilji stöðva lán AGS til Íslands nema Icesave-málið sé í höfn. Steingrímur J. Sigfússon segir að málstaður Íslendinga sé þó ekki einhlítur og íslenskir ógæfumenn eigi stóran þátt í því hvernig hér er komið. Það þjóni takmörkuðum tilgangi að fara í stríð við aðrar þjóðir.

Hann segir að þetta þýði ekki að stjórnvöld séu alls kostar sátt við framkomu Norðurlandanna eða Breta og Hollendinga.. Norðurlöndunum  sé vel kunnugt um afstöðu Íslendinga til þess að Icesave - málið blandist inn í lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum enda reglubundin samskipti vegna lánsins frá Norðurlöndum. Ekki sé ástæða til að ræða það á sérstökum fundi.

Hann segist sammála Evu Joly í mörgu en ekki þó öllu. Til að mynda sé hann ekki sammála því  að Ísland ráði ekki við skuldbindingar sínar og eigi sér ekki bjarta framtíð. Það væri ekki heppilegur efniviður í kynningarátak fyrir Ísland, að halda því fram að hér væri allt komið í kalda kol og þjóðin ætti sér enga framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert