Vonarglæta með haustinu haldist gengið stöðugt

„Mér sýn­ist verðið munu hald­ast óbreytt út ág­úst og fram í sept­em­ber­byrj­un, en síðan er von­arglæta að það geti lækkað upp úr miðjum sept­em­ber og fram í októ­ber. Þannig að það eru ljós­ir punkt­ar framund­an,“ seg­ir Magnús Ásgeirs­son, inn­kaupa­stjóri hjá N1, aðspurður um lík­lega verðþróun á bens­íni og díselol­íu á næst­unni.

Magnús seg­ir heims­markaðsverð á hrá­ol­íu hafa hækkað að und­an­förnu, sem skýrist m.a. af auk­inni bjart­sýni vest­an­hafs sem leitt hafi til þess að spá­kaup­menn hafi í auknu mæli fjár­fest í hrá­ol­íu. Seg­ir hann þá litlu styrk­ingu sem orðið hafi á krón­unni að und­an­förnu ekki getað vegið upp á móti hækk­andi heims­markaðsverði. Spurður hvort hægt sé að spá í þróun eldsneytis­verðs hér­lend­is á næst­unni seg­ir Magnús það al­gjör­lega hald­ast í hend­ur við þróun geng­is­mála hér­lend­is og því erfitt að spá fyr­ir um fram­haldið.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert