Davíð Oddsson virðist ekki hafa búið yfir sérfræðikunnáttu í hagfræði eða bankastarfsemi, og af þeim sökum var hann ekki í stakk búinn að koma í veg fyrir fjármálahrunið eða leika jákvætt hlutverk í kjölfar þess. Þetta segir Anne Sibert, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Sibert skrifar grein sem birtist í fræðivefnum Vox þar sem hún fjallar um það hvort Grænland, sem færist í áttina að auknu sjálfstæði, gæti orðið hið nýja Ísland.
Í greininni segir hún að þrátt fyrir að Davíð Oddsson sé fjölhæfur maður þá hafi hann skort þekkingu á ofangreindum sviðum.
Þá segir hún að svo virðist sem að forsætisráðherra Íslands, fjármálaráðherra og íslenskar eftirlitsstofnanir hafi lítið gert til að stemma stigu við vexti íslensku bankanna.