Skoðanir enn skiptar

Frá fundi fjárlaganefndar. Mynd úr safni.
Frá fundi fjárlaganefndar. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

 Lagðar voru fram hugmyndir að breytingum á frumvarpinu um ríkisábyrgð vegna Icesave á óformlegum vinnufundi í fjárlaganefnd í dag, að sögn Guðbjarts Hannessonar, formanns nefndarinnar. Hann sagði að fundi loknum að skoðanir séu skiptar en fjárlaganefnd muni öll koma saman í fyrramálið. 

„Þingflokkarnir munu væntanlega ræða þessi mál að loknum fundi fjárlaganefndar á morgun, og þá munum við meta stöðuna upp á nýtt,“ sagði Guðbjartur. Hann sagðist ekki geta sagt til um það á þessu stigi hvort fyrirliggjandi hugmyndir breyti afstöðu einhverra þingmanna til frumvarpsins. Það eigi eftir að reyna á það.

„Við höfum varið miklum tíma í að ná utan um hvað við viljum sjá betur fara í frumvarpinu og það er ekki mikill ágreiningur um það. En það er áhgreiningur um í hvaða búning eigi að færa það, hvort það dugi að breyta frumvarpinu, hvort það þurfi að fara í einhverjar viðræður við aðila eða með öðrum hætti. Menn eru því að velta fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera í stöðunni,“ sagði Guðbjartur.

Fundur í fjárlaganefnd hefur verið boðaður klukkan 8:30 í fyrramálið, mánudag.

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert