300.000 kr. í hraðasektir

mbl.is/ÞÖK

Lögreglan á Selfossi hefur stöðvað sjö ökumenn í dag vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km hraða á Suðurlandsvegi. Þá var einn tekinn innanbæjar á 61 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km á klst.

Sá sem ók á 128 km hraða varð að greiða rúmar 50.000 kr. í sekt. Að sögn lögreglu nemur sektarfjárhæðin í dag alls hátt í 300.000 kr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert