Afstaða stjórnarandstöðu óbreytt

mbl.is

Al­gjör óvissa er enn um af­drif frum­varps rík­is­stjórn­ar­inn­ar um rík­is­ábyrð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna, sem fjár­laga­nefnd hef­ur nú haft til um­fjöll­un­ar um nokk­urt skeið. Vinnufund­ur í nefnd­inni í gær varð ekki til að breyta af­stöðu þeirra sem mest­ar efa­semd­ir hafa.

Þing­menn sem rætt var við í gær voru flest­ir á því að ekki væri meiri­hluti fyr­ir því á Alþingi að samþykkja rík­is­ábyrgðina nema með ströng­um fyr­ir­vör­um. Tölu­vert skorti hins veg­ar upp á að þeir fyr­ir­var­ar, sem stjórn­ar­flokk­arn­ir hafi lagt til, gangi nógu langt. Því séu litl­ar lík­ur á því að samstaða ná­ist um þetta mál miðað við nú­ver­andi stöðu.

Þá virðist ým­is­legt benda til þess að andstaða meðal þing­manna Vinstri grænna við Ices­a­ve-samn­ing­ana og frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um rík­is­ábyrgð hafi frek­ar auk­ist en hitt.

Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist ekki sjá lausn í sjón­máli sem tryggði mál­inu meiri­hluta á Alþingi. Þá sagði Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að hann teldi að málið í heild væri á villi­göt­um. Hrein­leg­ast væri að til­kynna Bret­um og Hol­lend­ing­um að það væri ekki meiri­hluti fyr­ir rík­is­ábyrgðinni á Alþingi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert