Efast um alvöru þingmanna

Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að það komi í ljós á næstu tveimur sólarhringum hvort nefndin valdi því hlutverki sínu að afgreiða Icesave samninginn. Nefndin hefur haft tvo mánuði til að afgreiða samninginn. Engin niðurstaða liggur fyrir um fyrirvara við ríkisábyrgð Alþingis vegna samninganna sem reynt er að ná þverpólitískri sátt um.

Deilt er um orðalag fyrirvaranna og umgjörð en sumir þingmenn hafa viljað ganga það langt að það jafngildi því að fella samningana. Guðbjartur segist leyfa sér að efast um að sumir þingmenn séu að skoða þessi mál í fullri alvöru miðað við yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum og málið verði að fara að skýrast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka