Ekki öll nótt úti enn

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hún teldi að tillögur, sem kynntar voru í fjárlaganefnd í gær um Icesave-samkomulagið séu verulega góður sáttagrundvöllur. „Það er ekki öll nótt úti enn," sagði Jóhanna.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði hins vegar að það dygði ekki að koma með málamyndafyrirvara við ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins, sem tækju ekki að fullu tillit til efnahagslegrar óvissu.

„Það er kominn tími til að ríkisstjórnin fari að tala máli okkar Íslendinga við þá sem við er að semja," sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert