Ekki öll nótt úti enn

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hún teldi að til­lög­ur, sem kynnt­ar voru í fjár­laga­nefnd í gær um Ices­a­ve-sam­komu­lagið séu veru­lega góður sátta­grund­völl­ur. „Það er ekki öll nótt úti enn," sagði Jó­hanna.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði hins veg­ar að það dygði ekki að koma með mála­mynda­fyr­ir­vara við rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ings­ins, sem tækju ekki að fullu til­lit til efna­hags­legr­ar óvissu.

„Það er kom­inn tími til að rík­is­stjórn­in fari að tala máli okk­ar Íslend­inga við þá sem við er að semja," sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert