Financial Times fjallar um Icesave-deiluna

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, hefur sagt að í raun sé …
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, hefur sagt að í raun sé ekki ágreiningur um hvað megi betur fara í frumvarpinu um ríkisábyrgðina. Ágreiningurinn snúist um í hvaða búning eigi að færa fyrirvarana. mbl.is/Kristinn

Financial Times fjallar um þá pattstöðu sem hefur skapast á Alþingi vegna Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Búist hafi verið við því greidd yrðu atkvæði um málið í þessari viku. Hart hafi verið deilt um málið undanfarna tvo mánuði sem eru liðnir frá því samkomulag náðist á milli deiluaðila.

Fram kemur að samkomulagið sé enn til skoðunar hjá fjárlaganefnd Alþingis. Mikil spenna sé á milli stjórnarflokkanna og málið gæti bundið enda á samstarfið. Það myndi tefla stuðningi annarra ríkja við uppbyggingarstarfið á Íslandi í tvísýnu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir m.a. að: „Ef gera á nauðsynlegar breytingar á Icesave-samningunum verður það ekki gert án nýrra viðræðna. Það er hrein sjálfsblekking að halda öðru fram."

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að tillögur, sem kynntar voru í fjárlaganefnd í gær um Icesave-samkomulagið séu verulega góður sáttagrundvöllur. „Það er ekki öll nótt úti enn," sagði Jóhanna á Alþingi í dag.

Umfjöllun FT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert