Flensan orðin faraldur

Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir. mbl.is/Ásdís

Svínaflens­an sem nú geng­ur yfir landið er kom­in á það stig að geta kall­ast far­ald­ur, að mati Har­ald­ar Briem sótt­varna­lækn­is. Hann seg­ir að á þessu stigi séu þó ekki uppi nein­ar bolla­legg­ing­ar um að bregðast við með sam­komu­banni, ferðatak­mörk­un­um, lok­un skóla eða öðrum sam­bæri­leg­um ráðstöf­un­um.

Fólki sem grein­ist með flens­una sé þó ráðlagt að þvo sér vel um hend­ur, hósta ekki fram­an í aðra og halda kyrru fyr­ir heima í viku frá upp­hafi ein­kenna.

Í gær var staðfest að 101 Íslend­ing­ur hefði greinst með svínaflensu, flest­ir á aldr­in­um fimmtán ára til þrítugs. Gera má þó ráð fyr­ir að mun fleiri hafi smit­ast, að mati Har­ald­ar, sem nefn­ir þar 2.000 manns.

Hann seg­ir alþekkt að þegar in­flú­ensupest­ir ganga yfir landið, gjarn­an um miðjan vet­ur, veikist oft 5 til 10% þjóðar­inn­ar. Í heims-far­aldri in­flú­ensu eins og nú, svínaflens­unni, megi hins veg­ar gera ráð fyr­ir að 30 til 50% lands­manna taki sótt­ina enda sé smit­hraði mik­ill og erfitt að koma vör­um við þegar mót­efni séu ekki til­tæk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert