Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni

mbl.is/Ómar

Íslendingar standa frammi fyrir þraut sem mjög fáar þjóðir þurfa að gera í sama skilningi. Íslenska þjóðin verður fyrir alveg gífurlegu þunglyndisálagi.

Þetta segir Einar Baldursson vinnusálfræðingur sem starfað hefur í Danmörku mörg undanfarin ár. Hann segir lítið vitað hvernig heilar þjóðir bregðast við slíku. Fyrir utan aukið þunglyndi gæti mótbyrinn líka haft þau áhrif að fólk fyllist þrjósku, sjálfstilfinningu og baráttuvilja. Þessi vandamál séu mun stærri en þunglyndi að loknu sumarfríi, sem er megintilefni viðtals við Einar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert