Íslendingarnir sem taka þátt í heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna í Vancouver í Kanada hafa staðið sig vel. Ljóst er að þeir munu ekki koma tómhentir heim, en þeir hafa m.a. unnið gull í spjótkasti, silfur í lyftingum og körfubolta og brons í róðri. Þá vannst gull í sjómanni öldunga.
Keppnin hófst 31. júlí og lauk formlega í gær. Íslensku keppendurnir, sem eru 26 talsins, eru væntanlegir til landsins á miðvikudag.
Þetta er í sjötta sinn sem Íslendingar taka þátt á leikunum, sem voru
fyrst haldnir árið 1985. En þeir fara fram á tveggja ára fresti. Um
12.000 keppendur frá öllum heimshornum voru skráðir til leiks.
Myndskeið frá brottför keppendanna.