Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi

00:00
00:00

Íslensk kona hef­ur verið skikkuð með dóms­úrsk­urði til snúa til Banda­ríkj­anna með tvo drengi á barns­aldri fyr­ir sunnu­dag­inn næst­kom­andi.

Borg­hild­ur Guðmunds­dótt­ir á dreng­ina með banda­rísk­um her­manni sem vill höfða for­ræðismál í Banda­ríkj­un­um og freista þess að fá börn­in til sín. Bryn­hild­ur seg­ist spyrja sig hvort það sé hægt að henda ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um úr landi eins og tusk­um án þess að neitt sé hægt að gera. Hver sé rétt­ur barn­anna, hvort það megi svipta þau móður sinni og öllu ör­yggi sem þau þekki. Hvort ríkið ætli virki­lega að henda þeim úr landi.

Hún á ekki fyr­ir miðunum, dval­ar- og at­vinnu­leyfi henn­ar í Banda­ríkj­un­um er runnið út og hún seg­ist ekki eiga neina pen­inga eða aðstoð vísa til að reka mál sitt fyr­ir banda­rísk­um dóm­stól. Hún höfðaði mál til að fá úr­sk­urðinum hnekkt en tapaði mál­inu bæði í héraði og fyr­ir Hæsta­rétti. Hún seg­ist hafa leitað til lög­fræðinga og dóms­mála­yf­ir­valda eft­ir aðstoð en ekk­ert sé að hafa, hvorki hér né þar.

Þá hafi hún ekki fengið nein skýr svör um hvað ger­ist ef hún snúi aft­ur til Banda­ríkj­anna. Hún hafi hins­veg­ar fengið að vita að bæði In­terpol og banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an muni sker­ast í leik­inn ef hún hlíti ekki úr­sk­urðinum.

Borg­hild­ur fékk lögskilnað frá mann­inn fyr­ir ári en þar áður höfðu þau verið skil­in að borði og sæng um hríð.  Hún seg­ist hafa verið háð eig­in­manni sín­um fyrr­ver­andi um fram­færslu enda í námi en hann hafi gengið þannig frá öll­um hnút­um fjár­hags­lega að hún geti ekki fram­fleytt sér í Banda­ríkj­un­um. Þess vegna hafi hún snúið til Íslands með börn­in, áður en lögskilnaður var geng­inn í gegn en í Banda­ríkj­un­um eru þau op­in­ber­lega með sam­eig­in­legt for­ræði.

Hún seg­ir að maður­inn hafi sjálf­ur gefið vil­yrði fyr­ir því að hún færi úr landi. Lög­in kveði á um að ef hann geri ekki at­huga­semd inn­an tólf mánaða geti hann ekki kallað eft­ir börn­un­um. Hann hafi hins­veg­ar kraf­ist þess að fá börn­in eft­ir þrett­án mánuði. Hún seg­ir að mál­inu hafi greini­lega verið klúðrað fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Það geti varla verið ætl­un­in að þetta fari svona. Það sé í raun verið að stilla henni þannig upp við vegg að hún neyðist til að skilja börn­in eft­ir í Banda­ríkj­un­um, í ókunnu fylki, hjá manni sem yngsti dreng­ur­inn þekk­ir varla. Hann hafi auk þess skaðast á geði í Íraks­stríðinu og börn­in séu hrædd við hann.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í mál­inu 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert