Mikil átök og ofboðsleg högg

Við Jökulsárlón í dag.
Við Jökulsárlón í dag. Ljósmynd/Vegagerðin - Sveinn

„Ísrekinu fram lónið fylgja mikil átök og ofboðsleg högg. Um helgina rigndi hér mikið og því hafa fylgt miklar leysingar þar sem ísstykkin úr jöklinum hafa brotnað hvert af öðru og borist fram til sjávar," segir Fjölnir Torfason, bóndi á Hala í Suðursveit, í samtali við Morgunblaðið í kvöld.

Jakastífla myndaðist við brúna á Jökulsá á Breiðamerkursandi í gærdag þar sem vatn fossaði niður um það bil einn og hálfan metra. Einskonar þröskuldar úr grjóti eru ofan í lóninu á þessum stað og lýsa sjónarvottar aðstæðum svo að mikill hávaði hafi myndast þegar jakarnir bárust yfir efri þröskuldinn uns þeir strönduðu á þeim neðri. Líkur eru á að jökunum skoli út á stórstraumsfjöru í nótt.

Fjölnir Torfason segir að austurstraumur Breiðamerkurjökuls hafi breyst að undanförnu. Engu sé líkara en milli jökulsins og bergþrepsins, sem hann hvílir á, hafi myndast holrými. Mikið hafi brotnað úr jöklinum sem aftur styðji kenninguna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka