Auglýsendur stýra umræðunni

mbl.is/Ásdís

Niður­stöður rann­sókn­ar um um­fjöll­un fjöl­miðla um grunn­skóla­byrj­un og flutn­ing úr leik­skóla í grunn­skóla sýna að aug­lý­send­ur setja mik­inn svip á um­fjöll­un í fjöl­miðlum. Þá sýna þær að radd­ir barna, for­eldra og skóla­fólks heyr­ast sjald­an í þeirri umræðu. 

Rann­sókn­in sem unn­in er af Dr. Jó­hönnu Ein­ars­dótt­ur pró­fess­or við Menntavís­inda­svið sýn­ir að um­fjöll­un um skóla­föt, skóla­tösk­ur og skóla­vör­ur ým­is­kon­ar er áber­andi í umræðunni og að auk aug­lý­senda hef­ur fjöl­miðlafólk mik­il áhrif á umræðuna með því að velja það sem fjallað er um.  

Und­an­tekn­ing frá þessu er þó um­fjöll­un um skort á plássi á frí­stunda­heim­il­um sem for­eldr­ar hafa sett svip sinn á.  

Þá er greini­legt af umræðunni að litið var á for­eldra sem mik­il­væga stuðningsaðila barna sinna. Þeir voru hvatt­ir til að und­ir­búa börn­in fyr­ir grunn­skóla­göng­una m.a. með því að þjálfa þau til sjálfs­bjarg­ar og að fara eft­ir fyr­ir­mæl­um. Ekki var hins veg­ar lögð áhersla á stuðning fé­laga eða á sam­fellu og tengsl skóla­stig­anna.  

Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að varpa ljósi á hverj­ir fjalla um grunn­skóla­byrj­un­ina og flutn­ing­inn úr leik­skóla í grunn­skóla í fjöl­miðlum, hvernig grunn­skóla­byrj­un­in er kynnt og hvaða sýn á börn end­ur­spegl­ast í fjöl­miðlum.

Frétta­flutn­ingi, umræðum og textum um grunn­skóla­byrj­un­ina var safnað úr frétt­um og frétta­tengd­um þátt­um í Rík­is­sjón­varpi, Stöð 2, út­varpi, dag­blöðum og tíma­rit­um haustið 2008.

Orðræðugrein­ingu var beitt til að rann­saka og greina gögn­in. Í niður­stöðunum mátti greina fjöl­breytt viðhorf til barna en mest áber­andi var sú sýn á börn að þau væru sak­laus og varn­ar­laus. End­ur­speglaðist þetta viðhorf í mynd­efni, ráðlegg­ing­um til for­eldra, um­fjöll­un um hætt­urn­ar í um­ferðinni og gæslu barna á frí­stunda­heim­il­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert