Búið að opna Hvalfjarðargöngin

Þrír bílar lentu saman inni í Hvalfjarðargöngunum nú síðdegis.
Þrír bílar lentu saman inni í Hvalfjarðargöngunum nú síðdegis. mbl.is/Jakob

Að sögn lögreglunnar á Akranesi var umferð aftur hleypt á í gegnum Hvalfjarðargöngin um kl. 20 í kvöld. Slökkviliðsmenn höfðu þá unnið í um þrjár klukkustundir við að þrífa olíu sem lak á veginn í kjölfar þriggja bíla áreksturs í göngunum.

Þrír voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir skv. upplýsingum frá slökkviliði og lögreglu. Tilkynning um slysið barst um kl. 16:30.

Að sögn lögreglu hafa miklar raðir myndast sitt hvoru megin við göngin með tilheyrandi umferðartöfum.

Lögreglan beindi umferðinni um Hvalfjörðin á meðan slökkviliðið athafnaði sig í göngunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert