Fjórir ráðherrar breyttu bréfi

Björgvin G. Sigurðsson sagði á þingi í dag að orðalagi hafi vísvitandi verið breytt í bréfi Viðskiptaráðuneytisins til breska fjármálaráðuneytisins þann fimmta október, til að gefa til kynna að ríkisstjórn Íslands myndi styðja Tryggingasjóð innstæðueigenda en ekki ábyrgjast eins og áður hafi átt að standa í bréfinu, ef Landsbankinn félli og þar með útibú hans I London.  Neyðarlögin voru sett daginn eftir.

Björgvin segir að bréfið sem er fjórar línur hafi verið formleg afstaða ríkisstjórnarinnar og samið af fjórum ráðherrum hennar. ,,Þú talar um að bréfið lýsi því yfir að við myndum borga,” segir Björgvin og beindi máli sínu til Sivjar Friðleifsdóttur. ,,Það gerir það alls ekki. Þar breyttum við orðalaginu, tókum út orðið ábyrgjast og settum inn orðið styðja, ,,to support the fund.” Ríkisstjórnin sagðist því myndu styðja við sjóðinn við öflun fjár en hún sagðist ekki ætla að ábyrgjast greiðslurnar.  Í því liggur alger grundvallarmunur,” sagði Björgvin.

Þingmaðurinn var að svara Pétri Blöndal og Siv Friðleifsdóttir sem veltu upp spurningum til Björgvins sem fyrrverandi ráðherra um afhverju hann hefði sem ráðherra lýst því yfir að Icesave skuldirnar væru þjóðréttarlegar skuldbindingar. Siv Friðleifsdóttir minnti þar meðal annars á annað bréf frá Viðskiptaráðuneytinu sem var sent 20 ágúst þar sem Bretar eru fullvissaðir um að ríkisstjórnin muni styðja við Tryggingasjóðinn svo hann geti mætt lágmarks innstæðutryggingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert