Ríkisstjórn á suðupunkti

00:00
00:00

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra, átti einka­fund með for­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna í morg­un áður en rík­is­stjórn­ar­fund­ur hófst.  Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að staðan inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar gæti verið betri en hann voni að rík­is­stjórn­in springi ekki vegna máls­ins. Málið sé þungt og snúið.

Ögmund­ur seg­ir ljóst að fyr­ir­vara­laus fari samn­ing­ur­inn ekki í gegn. Hann neit­ar því að líf rík­is­stjórn­ar­inn­ar hangi á hans at­kvæði. Þeir fé­lag­arn­ir Ögmund­ur og Össur eru ekki sam­mála um hversu af­drifa­ríkt málið geti orðið fyr­ir rík­is­stjórn­ina.

Ögmund­ur ótt­ast ekki að rík­is­stjórn­in sé að springa. Hún hafi ekki verið mynduð um til­tekna niður­stöðu í Ices­a­ve-mál­inu held­ur til að standa vörð um ís­lenskt vel­ferðarsam­fé­lag. Líf henn­ar hangi ekki á hans at­kvæði, það séu 63 þing­menn á Alþingi og þar gildi einn maður - eitt atvæði. Hvorki þingið eða þjóðin hafi efni á því að klofna í af­stöðu til skuld­bind­inga af þess­ari stærðargráðu.

Össur seg­ir að rík­is­stjórn sem er með jafn stórt og um­svifa­mikið mál þurfi að skoða sína stöðu ef þingið telji að henni hafi mistek­ist í mál­inu. Það sé ekk­ert flókn­ara en það; það sé bara lög­málið.

Hann seg­ist vera í stöðugum sam­skipt­um við Breta og Hol­lend­inga um óánægju ís­lenskra þing­manna með samn­ing­inn. Þeir séu al­ger­lega upp­lýst­ir og hann hafi ekk­ert und­an dregið. Hann hafi rætt við allt að 25 ut­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna á und­an­förn­um vik­um. Í þeirra sam­töl­um hafi þetta mál komið upp og hann hafi gert þeim grein fyr­ir óánægj­unni og því að staða máls­ins hafi þyngst. Íslend­ing­ar telji að þetta séu þröng­ir, erfiðir og rang­lát­ir samn­ing­ar, Það sé stemmn­ing­in á Alþingi Íslend­inga þar sem málið sé til meðferðar. Þá hafi komið fram að ekk­ert hafi skort á að ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi gert það sem þeir geta til að koma samn­ingn­um í gegn vegna þess að þeir trúi því að það sé það rétta þegar horft sé til framtíðar­hags­muna þjóðar­inn­ar. Hann hafi hins­veg­ar líka sagt þeim það að þetta geti farið alla­vega. Það sé full­kom­in fjar­stæða að þeim hafi ekki verið haldið upp­lýst­um um stöðu máls­ins.

Össur sagði að það hefði al­var­leg áhrif fyr­ir landið að fella samn­ing­inn. Fórn­ar­kostnaður­inn yrði tals­vert meiri þegar upp væri staðið held­ur kostnaður vegna samn­ings­ins. Þá sé samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið. sem fel­ist í svo­kölluðum Brus­sel - viðmiðum um að aðstoða Íslend­inga síðar í þessu ferli. Hann seg­ist þegar hafa rætt þenn­an samn­ing við ESB og það séu eng­in van­brögð á því að sam­bandið beiti sér eins og þar hafi verið lagt upp með.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert