Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarnnar-græns framboðs er úr sögunni ef Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, heldur fast við andstöðu sína við Icesave-samningana. Þetta er fullyrt á forsíðu Fréttablaðsins í dag haft eftir þingmönnum í báðum flokkum.

Blaðið segir, að Ögmundur telji sjálfur, að ríkisstjórnin geti starfað áfram þótt Alþingi samþykki ekki ríkisábyrgð vegna samninganna. Ögmundur meti það svo, að ríkisstjórnin geti í framhaldinu unnið betur úr málinu og haldið ótrauð áfram með önnur brýn verkefni.

Ögmundur er sagður telja að drög meirihluta fjárlaganefndar Alþingis að fyrirvörum við ríkisábyrgð  gangi allt of skammt. Hafi hann kynnt nefndinni eigin tillögur að fyrirvörum en mat stjórnarliða sé að þeir felli samningana.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Lilja Mósesdóttir, þingmenn VG, hafa eins og Ögmundur lýst andstöðu við Icesave-samningana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert