Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi

Nefndarmenn á fundinum í dag. Mynd fengin af vef samgönguráðuneytisins.
Nefndarmenn á fundinum í dag. Mynd fengin af vef samgönguráðuneytisins.

Nefnd sem vinna á tillögur um að styrkja tekjustofna sveitarfélaga hélt fyrsta fund sinn í dag. Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði nefndina fyrr í sumar og á hún að skila tillögum sínum fyrir 1. apríl.

Á þessum fyrsta ræddu nefndarmenn um tilhögun verkefnisins og fyrirkomulag vinnunnar, að því er segir á vef samgönguráðuneytisins.

Þar segir að nefndin sésett á laggirnar í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar sé kveðið á að vinna skuli tillögur um að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Auk þess að leggja fram tillögur um tekjustofna skal nefndin undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem koma á til framkvæmda árið 2011. Nefndina skipa fulltrúi samgönguráðherra, fulltrúi fjármálaráðherra, þrír fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum þingflokka sem starfa á Alþingi.

Í nefndinni eiga sæti:

Gunnar Svavarsson, fulltrúi samgönguráðherra, en hann er jafnframt formaður nefndarinnar

Sigurður Guðmundsson, fulltrúi fjármálaráðherra

Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs

Birna Lárusdóttir, fulltrúi þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi þingflokks Samfylkingarinnar

Petrína Baldursdóttir, fulltrúi þingflokks Framsóknarflokksins

Jón Kr. Arnarson, fulltrúi þingflokks Borgarahreyfingarinnar

Elín Líndal, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lúðvík Geirsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Þá starfa með nefndinni fulltrúar samgönguráðuneytisins, þeir Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu, Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert