Vaxtahækkunin kann að skekkja útreikninga bóta

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Töluverðar líkur eru á að einhverjir þeir bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins sem krafðir voru um endurgreiðslu nú á dögunum vegna fjármagnstekna fái í kjölfarið of lágar bætur.

Bætur eru jafnan miðaðar við árið á undan og í kjölfar bankahrunsins hækkuðu vextir á sparireikningum verulega sl. haust. Vextir hafa nú lækkað aftur og má því gera ráð fyrir að fjármagnstekjur lækki sömuleiðis.

Hjá TR fengust þær upplýsingar að bótaþegar væru hvattir til að fylgjast með tekjuáætlun sinni og gera leiðréttingar miðað við þá þróun sem yrði.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert