Enginn hafnaði láni Rússa

Seðlabankinn
Seðlabankinn mbl.is/Ómar

Eng­um sem mbl.is hef­ur rætt við úr ís­lenska stjórn­kerf­inu er kunn­ugt um að Íslend­ing­ar hafi afþakkað fjög­urra millj­arða evra lán frá Rúss­um í októ­ber, eins og sendi­herra Rússa á Íslandi full­yrti í dag. Þeirra á meðal er Jón Sig­urðsson, formaður samn­inga­nefnd­ar ís­lenska rík­is­ins um gjald­eyr­is­lán.

Í viðtali við Net­varpið í dag vís­ar sendi­herr­ann, Victor I. Tatar­intsev, til þáver­andi rík­is­stjórn­ar, en Jón bend­ir á að viðræður um gjald­eyr­is­lán hafi ekki verið í hans hönd­um á þeim tíma. Nefnd­ar­mönn­um í samn­inga­nefnd­inni sem nú sit­ur var þó eng­in höfn­un kunn­gjörð.

Þann 7. októ­ber síðastliðinn birti Seðlabanki Íslands frétta­til­kynn­ingu þess efn­is að 4 millj­arða evra lánið væri í höfn, og var það haft eft­ir sendi­herr­an­um. Síðar þann sama dag var áréttað að lán­veit­ing væri enn á viðræðustigi. Það var enn­frem­ur haft eft­ir Davíð Odds­syni, þáver­andi Seðlabanka­stjóra, á frétta­vef Bloom­berg. Þar sagði hann enn­frem­ur að hvers kyns aðstoð frá Rúss­um yrði vel þegin.

Í rúss­nesk­um fjöl­miðlum kem­ur fram þann sama dag, 7. októ­ber, að Rúss­um hafi borist beiðni um lán­veit­ingu frá ís­lensk­um stjórn­völd­um.

Íslensk sendi­nefnd fundaði með Dimi­try Pank­in, aðstoðarfjármálaráðherra Rússa, í Moskvu viku síðar. Í kjöl­farið birt­ist til­kynn­ing á vef Seðlabank­ans, þann 15. októ­ber, en þar var hvergi minnst á nein­ar upp­hæðir eða fram­vindu lána­samn­inga. Í til­kynn­ing­unni seg­ir m.a.:

Dimi­try Pank­in sagði eft­ir fund­ina: „Fund­irn­ir voru mjög vin­sam­leg­ir og við höf­um fræðst mikið um stöðu Íslands, banka­kerfi lands­ins og ís­lenska hag­kerfið. Við mun­um fara ofan í saum­ana á mál­un­um áður en við tök­um loka­ákvörðun.“

Í viðtali við  rúss­nesku frétta­stof­una Prime Tass þann 28. októ­ber seg­ir Pank­in að lán­veit­ing til Íslands hafi í upp­hafi ekki verið hugsuð sem aðstoð vegna fjár­hagsaðstæðna hér á landi. Frek­ar hafi verið talið að lánið væri góður fjár­fest­ing­ar­kost­ur. Á þess­um tíma, þegar viðtalið er tekið, hafi aðstæður á Íslandi breyst gríðarlega.

Eins og fram hef­ur komið eru nú á byrj­un­arstigi viðræður um 500 millj­óna dala lán frá Rúss­um, sem er um það bil einn tí­undi af þeirra upp­hæð sem sendi­herr­ann nefn­ir. Fyr­ir­heit um það lán barst í nóv­em­ber sl., að sögn Jóns Sig­urðsson­ar,  og er það hugsað sem stuðning­ur við lán Íslands frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

Viðtalið við sendi­herr­ann má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert