„Dómurinn fellur 5. ágúst en ég fæ sms frá Sveini Andra lögfræðingi mínum að morgni 7. ágúst þar sem segir »Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry", segir Borghildur Guðmundsdóttir sem með dómsúrskurði er gert að snúa til Bandaríkjanna með syni sína, níu og fjögurra ára.
Faðir drengjanna hyggst höfða forræðismálið í Bandaríkjunum. Borghildur segir að sér finnist sérkennilegt að svo virðist sem lögfræðingur hennar, Sveinn Andri Sveinsson hrl., hafi ekki notað öll þau gögn sem til voru," segir Borghildur. „Þá finnst mér einkennilegt að búið var að setja fram kröfu um að tekin yrði út aðlögun drengjanna hér á Íslandi. Þessi úttekt átti að fylgja áfrýjuninni til Hæstaréttar og áttum við að mæta fyrir héraðsdóm sl. föstudag. En einhvern veginn er það dottið út og dómur skyndilega fallinn á miðvikudegi. Ég fæ svo sms-sendinguna á föstudeginum. Þar sem ég kann lítið í lögfræði treysti ég mér fróðara fólki."
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag og m.a. rætt við Svein Andra, sem svarar gagnrýni Borghildar, og Dögg Pálsdóttur, lögfræðing föðurins.