Landvernd vill friða Gjástykki

Frá borunum í Gjástykki.
Frá borunum í Gjástykki.

Stjórn Land­vernd­ar tek­ur und­ir áhyggj­ur Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norður­landi, SUNN, vegna fyr­ir­hugaðra rann­sókn­ar­bor­ana í Gjástykki í Þing­eyj­ar­sýslu, sem nú eru í mats­ferli vegna um­hverf­isáhrifa. Stjórn Land­vernd­ar seg­ir friðlýs­ingu Gjástykk­is vera for­sendu þess að þessu merki­lega svæði verði ekki raskað. Stjórn Land­vernd­ar hvet­ur um­hverf­is­ráðherra að taka já­kvætt í áskor­un SUNN um að haf­ist verði handa sem fyrst við að und­ir­búa friðlýs­ingu.

Í yf­ir­lýs­ingu Land­vernd­ar seg­ir að sam­tök­in hafi áður beitt sér gegn því að ráðist sé í orku­vinnslu í Gjástykki, enda hefði slíkt í för með sér mikið rask á svæði sem lík­ur benda til að búi yfir lít­illi orku. Land­vernd bend­ir í þessu sam­bandi á álit Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands á vernd­ar­gildi jarðmynd­ana í Gjástykki.

Land­vernd seg­ir Gjástykki, ásamt svæðinu í kring­um Leir­hnjúk vest­an Kröflu, senni­lega það svæði í heim­in­um á þurru landi sem best sýni hvernig land­reks­flek­arn­ir fær­ast í sund­ur. Á þess­um slóðum séu því aðstæður til fræðslu og nátt­úru­upp­lif­un­ar sem hvergi gef­ist ann­ars staðar og í því fel­ist mik­il tæki­færi.

Mikl­ir mögu­leik­ar séu á þess­um slóðum fyr­ir úti­vist og ferðaþjón­ustu, t.d. í göngu­ferðum milli Jök­uls­ár­gljúfra í Vatna­jök­ulsþjóðgarði og Mý­vatns. Allt rask, þar með tald­ar rann­sókn­ar­bor­an­ir, ógni þessu gildi og rýri ímynd og gæði. Betri kost­ur væri að huga að ann­ars kon­ar nýt­ingu svæðis­ins, t.d. upp­bygg­ingu eld­fjalla­fræðagarðs í Gjástykki og við Leir­hnjúk.

Vef­ur Land­vernd­ar

Vef­ur Skipu­lags­stofn­un­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert