Sama orkuverð og annars staðar

mbl.is/Ómar

Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands hef­ur skilað iðnaðarráðuneyt­inu umbeðinni skýrslu um hagrænt mat á áhrif­um stóriðju­fram­kvæmda á ís­lenskt efna­hags­líf.

Í skýrsl­unni kem­ur m.a. fram að raf­orku­verð til ál­vera, sam­kvæmt árs­reikn­ing­um Lands­virkj­un­ar, sé á sama bili og ann­ars staðar. Það er annað en fram hef­ur komið frá höf­und­um skýrslu Sjónarr­and­ar ehf. fyr­ir fjár­málaráðuneytið, að orku­verð til ál­vera hér á landi sé lágt og lít­il þjóðhags­leg arðsemi sé af stóriðju­fram­kvæmd­um.

Meðal helstu niðurstaðna skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar er að flest bendi til að þjóðhags­lega hag­kvæmt verði að ráðast í stóriðju­fram­kvæmd­ir á næstu árum. Útlit sé fyr­ir slaka í hag­kerf­inu á þessu tíma­bili auk þess sem slík­ar fram­kvæmd­ir muni hafa já­kvæð áhrif á ís­lensk­an vinnu­markað.

„Vegna þessa slaka er trú­legt að ruðnings­áhrif slíkra fram­kvæmda verði minni en ella. Eigi að síður er nauðsyn­legt að gaum­gæfa vand­lega þau áhrif sem fjár­fest­ing­ar í stóriðju og orku­ver­um geta haft á gengi ís­lensku krón­unn­ar á fjár­fest­ing­ar­tím­an­um,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Leiðrétt­ing

Rang­lega er vitnað í áfanga­skýrslu Sjónarr­and­ar í frétt­inni, að þjóðhags­leg arðsemi af stóriðju­fram­kvæmd­um sé lít­il. Þeir út­reikn­ing­ar hafa ekki verið birt­ir en þeirra má vænta í loka­skýrsl­unni síðar á ár­inu. Beðist er vel­v­irðing­ar á þessu rang­hermi en fram kom í áfanga­skýrsl­unni að arðsemi ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja væri lít­il í sam­an­b­urði við önn­ur lönd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert