Skynsamlegt að semja að nýju

Lee Bucheit, bandarískur sérfræðingur í skuldaskilum, segir ótímabært að ræða skilmála Icesave skuldarinnar fyrr en menn viti hvað fáist fyrir eignir Landsbankans. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um viðbrögð Breta og Hollendinga ef Íslendingar hafni samningnum en skynsamt fólk eigi að geta komist að skynsamlegri niðurstöðu.

Bucheit segir, að ef það gangi eftir að eignir Landsbankans nái að dekka allt að 83% skuldarinnar sé þetta viðráðanlegt.  Menn þurfi að fallast á að skuldin verði greidd þegar allar staðreyndir málsins liggi fyrir.  Þannig sé hugsanlegt að loka málinu um tíma þangað til eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp og menn viti hvað þeir geti greitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert