3000 á samstöðufundi InDefence

Egill Ólafsson setti fundinn
Egill Ólafsson setti fundinn Heiðar Kristjánsson

Um 3000 manns sóttu samstöðufund InDefence-samtakanna og voru talsmenn samtakanna ánægðir með hvernig til tókst. „Allir Íslendingar hljóta að taka undir þann málstað sem hér kemur fram. Eða hvaða þjóð er það, sem ber ekki hönd fyrir höfuð sér þegar að henni er gengið með óréttmætum kröfum,“ sagði Ólafur Elíasson sem er í forystu InDefence.

Meðal fundargesta var Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. Um 3000 manns sóttu fundinn og meðal þeirra sem tóku til máls voru Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, og Elínbjörg Magnúsdóttir. Egill Ólafsson, tónlistarmaður, setti fundinn.

Ólafur Elíasson segir nú, þegar samningurinn hefur fengist birtur, komi í ljós að fyrri rök ríkisstjórnarinnar í málinu fáist ekki staðist, svo sem að samningurinn sé Íslendingum hagstæður, enginn vafi leiki á um greiðsluskyldu og að allt fari á versta hérlendis veg hafni Alþingi samningnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert