3000 á samstöðufundi InDefence

Egill Ólafsson setti fundinn
Egill Ólafsson setti fundinn Heiðar Kristjánsson

Um 3000 manns sóttu sam­stöðufund InD­efence-sam­tak­anna og voru tals­menn sam­tak­anna ánægðir með hvernig til tókst. „All­ir Íslend­ing­ar hljóta að taka und­ir þann málstað sem hér kem­ur fram. Eða hvaða þjóð er það, sem ber ekki hönd fyr­ir höfuð sér þegar að henni er gengið með órétt­mæt­um kröf­um,“ sagði Ólaf­ur Elías­son sem er í for­ystu InD­efence.

Meðal fund­ar­gesta var Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri. Um 3000 manns sóttu fund­inn og meðal þeirra sem tóku til máls voru Ein­ar Már Guðmunds­son, rit­höf­und­ur, og El­ín­björg Magnús­dótt­ir. Eg­ill Ólafs­son, tón­list­armaður, setti fund­inn.

Ólaf­ur Elías­son seg­ir nú, þegar samn­ing­ur­inn hef­ur feng­ist birt­ur, komi í ljós að fyrri rök rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­inu fá­ist ekki staðist, svo sem að samn­ing­ur­inn sé Íslend­ing­um hag­stæður, eng­inn vafi leiki á um greiðslu­skyldu og að allt fari á versta hér­lend­is veg hafni Alþingi samn­ingn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert