Bilun í mjólkurframleiðslu MS

Mjólkurvörur frá MS.
Mjólkurvörur frá MS.

Bilun kom upp í stjórnbúnaði sem stýrir framleiðslu á mjólk hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík í dag. Að sögn fyrirtækisins fór næg mjólk til dreifingar í dag, því áður en bilunin varð, var dreifingu lokið á allri þeirri mjólk sem verslanir og viðskiptavinir MS í Reykjavík og nágrenni áttu von á í dag. Ljóst sé hins vegar að röskun verði á afgreiðslu og dreifingu á mjólk á morgun.

Í nótt verður mjólk, sem framleidd er hjá MS Selfossi og Akureyri, flutt til Reykjavíkur og henni dreift á morgun. Fyrirtækið segir, að engu að síður muni þetta hafa áhrif á framboð á mjólk og seinkun verði á afgreiðslu frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík á morgun.

Mjólkursamsalan biður neytendur og viðskiptavini velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka