Bilun í mjólkurframleiðslu MS

Mjólkurvörur frá MS.
Mjólkurvörur frá MS.

Bil­un kom upp í stjórn­búnaði sem stýr­ir fram­leiðslu á mjólk hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni í Reykja­vík í dag. Að sögn fyr­ir­tæk­is­ins fór næg mjólk til dreif­ing­ar í dag, því áður en bil­un­in varð, var dreif­ingu lokið á allri þeirri mjólk sem versl­an­ir og viðskipta­vin­ir MS í Reykja­vík og ná­grenni áttu von á í dag. Ljóst sé hins veg­ar að rösk­un verði á af­greiðslu og dreif­ingu á mjólk á morg­un.

Í nótt verður mjólk, sem fram­leidd er hjá MS Sel­fossi og Ak­ur­eyri, flutt til Reykja­vík­ur og henni dreift á morg­un. Fyr­ir­tækið seg­ir, að engu að síður muni þetta hafa áhrif á fram­boð á mjólk og seink­un verði á af­greiðslu frá Mjólk­ur­sam­söl­unni í Reykja­vík á morg­un.

Mjólk­ur­sam­sal­an biður neyt­end­ur og viðskipta­vini vel­v­irðing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta kann að valda þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka