Draumastarf fyrir minn bakgrunn

Hörður Arnarson
Hörður Arnarson

„Því er ekki að leyna að þetta starf er að mörgu leyti draumastarf fyr­ir mig, enda er ég með verk­fræðibak­grunn sem skipt­ir miklu máli í þessu starfi,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son sem tek­ur við for­stjóra­stöðu Lands­virkj­un­ar eigi síðar en 1. janú­ar n.k.

Hörður seg­ir um­svif fyr­ir­tæk­is­ins, og geta til þess að ráðast í fram­kvæmd­ir, ráðast af aðgengi að láns­fé. „Það er erfitt um vik á fjár­mála­mörkuðum í augna­blik­inu, en und­ir­liggj­andi rekst­ur er traust­ur. Sjóðstreymið er gott og fyr­ir­tækið mun gegna mik­il­vægu hlut­verki hér á landi á næstu miss­er­um.“

Hörður seg­ist í raun „taka við kefl­inu“ af Friðriki Soph­us­syni og það sé ekki í spil­un­um stefnu­breyt­ing hjá fyr­ir­tæk­inu.  „Árið 2007 ályktaði stjórn fyr­ir­tæk­is­ins á þann veg að stefn­an væri sú að breikka út tekju­stofna fyr­ir­tæk­is­ins, þ.e. að fá viðskipta­vini inn í nýj­um geir­um. Það er stjórn­ar­inn­ar að ákveða stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og hún svar­ar fyr­ir hana út á við en ég tel mikla mögu­leika vera fyr­ir hendi að hálfu Lands­virkj­un­ar, til framtíðar litið. Lands­virkj­un er stórt og fyr­ir­ferðamikið fyr­ir­tæki og það er ekki óeðli­legt þó það sé um­deilt, eða hafi verið það á ein­hverj­um tíma­punkti. Ég hlakka til þess að hefja störf með því hæfa starfs­fólki sem starfar hjá fyr­ir­tæk­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert