Engin lögregla án lögreglumanna

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum mbl.is/Júlíus

Bylgja Hrönn Baldursdóttir, ritari Lögreglufélags Reykjavíkur, sendi Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra, í dag opið tölvubréf þar sem hún segir hann ábyrgan fyrir stjórn lögreglunnar, því sem er illa gert og vel. Kveður hún óvissu og óánægju innan lögreglunnar eins og krabbamein í innviðum hennar.

Bréfið var birt á vef lögreglufélagsins í dag.

Bylgja bendir á að lögreglumenn eru venjulegt fólk og það séu takmörk fyrir því hvað hægt sé að leggja á þá. Þó að álag sé eðlilegur hluti starfsins segir hún áreitið innan frá ólíðandi.

Stefán segir Bylgja vera „í góðum málum“ meðan hann hefur lögreglumenn en án lögreglumanna verði engin lögregla, án þeirra muni hann „standa nakinn fyrir framan alþjóð líkt og keisarinn í sögunni um Nýju fötin keisarans. Ef það er það sem þú vilt.....þá bara gangi þér vel.“

Bréfið má lesa í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert